Spennandi Fræðadagar 15. til 16. nóvember

Mynd af frétt Spennandi Fræðadagar 15. til 16. nóvember
14.09.2012

Fjölbreytt, fræðandi og skemmtileg dagskrá 4. Fræðadaga heilsugæslunnar er í mótun og verður hún kynnt þegar nær dregur. Í boði verða 9 þemadagskrár um afmörkuð efni auk meginerinda. 

Undirbúningsnefndin þakkar þeim fjölmörgu sem sendu inn tillögur um umfjöllunarefni á Fræðadögum. Viðbrögð voru vonum framar og tillögurnar mótuðu áhersluatriði dagskrárinnar en því miður leyfir plássið ekki að taka þær allar til greinar.

Aðalfyrirlesari Fræðadagana er Dr Andrea Danese sem er þekktur fræðimaður á sínu sviði. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að líffræðilegum breytingum í kjölfar alvarlegra áfalla í æsku sem vara áratugum saman og hafa þannig áhrif á heilsu fólks síðar á æfinni. 

Fræðadagarnir eru eftir hádegi fimmtudaginn 15. nóvember og allan daginn föstudaginn 16. nóvember. Eins og áður er hægt að vera allan tímann eða hluta tímans. Munið að taka dagana frá.