Vaxtarlínurit

Börn eru vigtuð og hæðarmæld frá fæðingu til að fylgjast með vexti og þroska þeirra. Vöxtur og vaxtarhraði er best metinn með vaxtarlínuritum. Flest börn fylgja samsíða ferli á vaxtarlínuritinu. Hérlendis eru notuð sænsk vaxtarlínurit  PcPAL, eitt fyrir drengi og annað fyrir stúlkur

Sérstök vaxtarlínurit eru notuð fyrir fyrirbura þar sem leiðrétt er fyrir líffræðilegan aldur fyrstu tvö æviár barnsins.

Vaxtarkúrfur sem sýna þróun líkamsþyngdarstuðuls (BMI) eru gagnlegar til að fylgjast með ofþyngd og offitu. 

 

 

 

Líkamsþyngdarstuðull, BMI

Ofþyngd og offita fullorðinna er skilgreind með líkamsþyngdarstuðli (BMI) 25 kg/m2 og 30 kg/m2. Þar sem börn eru í vexti tekur BMI breytingum eftir aldri og því ekki hægt að nýta einstakar BMI tölur hjá börnum. Því er notast við sérstakar BMI kúrfur fyrir stúlkur og drengi en á þeim eru línur sem skilgreina ofþyngd og offitu.

Í Sögu-kerfinu er hægt að velja vinstra megin fyrir neðan vaxtarritin að birta “Fleiri frávik” með því að haka í viðkomandi reit. Við það birtast fleiri staðalfrávik eða gráður offitu auk þess sem Y-ás hækkar efitr þörfum og vaxtarrit barnsins getur þá ekki farið “út af” myndinni. 

 

Líkamsþyngdarstuðull, BMI stúlkur

 

 

Líkamsþyngdarstuðull, BMI drengir