Ofþyngd og offita barna 

 

Fyrirbyggjandi: 

  • Almenn fræðsla varðandi næringu, hreyfingu, svefn og skjátíma. Sjá leiðbeiningar fyrir heilsugæslu.
  • Vera sérstaklega vakandi fyrir börnum sem eru í áhættu fyrir ofþyngd / offitu s.s. vegna erfða, félagslegrar stöðu eða frávika í þroska og veita viðeigandi ráðgjöf eftir þörfum. 

 

Vaxandi þyngdaraukning:

ATH!  Ef vaxandi þyngdaraukning samtímis því að hægi á lengdarvexti er ástæða til að fá álit sérfræðings í innkirtlasjúkdómum barna.

 

Ofþyngd:

 

Offita:

  • Meta vaxtarlínurit og BMI kúrfu og ræða og útskýra fyrir foreldrum. 
  • Afla upplýsinga til að leita skýringa á offitu barns og veita viðeigandi ráðgjöf, sbr. ráðleggingar varðandi ofþyngd barna. Sjá leiðbeiningar fyrir heilsugæslu.
  • Þverfagleg samvinna hjúkrunarfræðings, læknis, næringarfræðings og sálfræðings í heilsugæslu eftir þörfum. Meta þörf á frekari rannsóknum, s.s. blóðrannsóknum. 
  • Skoðun og eftirfylgd eftir þörfum í samráði við foreldra.
  • Ef viðeigandi úrræði duga ekki til eða um alvarlega offitu er að ræða (meira en >2,5 SD fyrir ofan meðalkúrfu í BMI eða mikil þyngdaraukning á stuttum tíma), skal vísa barni í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins
  • Tilvísun í Heilsuskólann er gerð í gegnum Heilsugátt. Alltaf þarf að setja ábyrgan lækni í tilvísun.
  • Tilvísun í frekari meðferð - Leiðbeiningar