Frávik á vaxtarlínuriti
Þyngd
Algengar ástæður ónógrar þyngdaraukningar eru ófullnægjandi eða röng næring, kúamjólkuróþol og niðurgangur. Ekki má gleyma félagslegum vandamálum. Hafa ber í huga vanfrásog, taugakerfis- og innkirtlasjúkdóma, hjartagalla, langvinnar sýkingar, ef til vill dulda þvagfærasýkingu og fleira. Rannsaka þarf þau börn sem þyngjast ekki nægilega.
Hjá börnum yngri en 18 mánaða er óeðlileg mikil þyngdarauking sjaldnast vegna sjúkdóms, ef líkamsskoðun er eðlileg að öðru leyti. Ekki þarf að hafa áhyggjur af börnum, sem eingöngu nærast á brjóstamjólk, hvað þetta varðar. Ef áhyggjur vakna af of mikilli þyngdaraukningu barns er ástæða til að spyrja nákvæmlega um mataræði og gefa leiðbeiningar þar að lútandi. Ef börn greinast með frávik skal vinna með fjölskyldunni að úrlausn.
Eðlileg þyngdaraukning
Frávik á þyngdarlínuriti