Öruggur svefnstaður ungbarna

    Öruggur svefnstaður ungbarna

    Vöggur og ungbarnarúm ásamt ferðarúmum er eini öruggi búnaðurinn sem uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi í svefnumhverfi ungbarna og sem óhætt er að láta barnið sofa í án eftirlits. 

    Mikilvægt er að ungbörn sofi í vöggu eða ungbarnarúmi sem uppfyllir gildandi staðal EN1130. 

    Í vöggum og ungbarnarúmum og ferðarúmum skal einungs nota viðurkenndar dýnur sem uppfylla staðal EN16890.

    • Mikilvægt er að benda á að dýna sem notuð er í vöggu eða ungbarnarúm þarf að vera frá framleiðanda rúmsins/vöggunnar þar sem dýnuna þarf að prófa í viðeigandi vöggu eða ungbarnarúmi til að búnaðurinn teljist öruggur. Sama gildir um ferðarúmin. Því er ekki öruggt að nota aðrar dýnur en framleiðandi vísar til í sínum leiðbeiningum. 
    • Staðlar yfir ungbarnarúm og vöggur tóku miklum breytingum fyrir 20 árum síðan. Meðal þess sem breyttist var að botninn í ungbarnarúmum þarf í dag að vera öndunarprófaður, en einnig breyttust bil á milli rimla til að koma í veg fyrir að ungbarnið geti ekki fest höfuðið á milli. Það er því ekki öruggt að nota ungbarnarúm eða vöggur sem eru eldri en 20 ára.
    • Búnaður er oft tekinn í sundur til að koma honum fyrir í geymslu og leiðbeiningar eru ekki lengur til staðar sem fylgdu honum. Bent er á að foreldrar geta ávallt sett sig í samband við framleiðandann til að fá gamlar leiðbeiningar. Ef upprunalegar skrúfur og rær eru glataðar er mikilvægt að fá þær hjá framleiðanda því ekki má nota hvaða skrúfur sem er til að setja rúmið saman  aftur. Ef skemmdir eru á rúmi eða vöggu er ekki öruggt að nota búnaðinn.
    • Rannsóknir sýna að vagga eða ungbarnarúm sem virkar frekar tómlegt er öruggast fyrir barnið. Hér má finna ráðleggingar varðandi umbúnað rúms.

     

    Hér má finna nánari leiðbeiningar um öryggi í svefnumhverfi barna sem byggja á ítarlegum rannsóknum frá American Academy of Pediatrics (AAP). 

    Myndband um öryggi ungra barna í svefnumhverfi á Heilsuveru.