Hlustunar- og vöktunarbúnaður
Til eru 3 flokkar af hlustunarbúnaði sem notaður er til að fylgjast með börnum úr fjarlægð. Búnaðurinn hefur mismunandi tæknilegar útfærslur til að fylgjast með barninu. Hér er ekki átt við búnað sem mælir öndun, hita og hjartslátt eða önnur lífsmörk en slíkur búnaður hefur færst í vöxt á liðnum árum.
Bandaríska barnalæknafélagið (AAP) hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að það telji ekki nauðsyn á því að foreldrar noti þennan búnað til að tryggja öryggi í svefnumhverfi barnsins þar sem hann gegnir því hlutverki að láta foreldra vita ef eitthvað er að. Þegar það gerist er það oftast of seint. Þeir ítreka að besta leiðin til að tryggja öryggi ungbarna sé að gæta þess að öllum ráðleggingum um öryggi í svefnumhverfinu sé fylgt. Það sé besta vörnin.
Hér má finna frekari upplýsingar frá AAP.