Aðrir svefnstaðir / búnaður
Börn sofna alls staðar og í allskonar búnaði en búnaðurinn er ekki allur öruggur fyrir þau til að sofa í. Mikilvægt er að foreldrar átti sig á að mikið er til af allskonar búnaði sem uppfyllir ekki ströngustu kröfur um öryggi í svefnöryggi ungra barna.
Í leiðbeiningum framleiðenda þessa búnaðar kemur fram að aldrei megi skilja barn eftir eftirlitslaust í honum.
Hér fyrir neðan er fjallað um búnað / svefnstaði sem er í lagi að ungbarn sofi í undir stöðugu eftirliti, en telst ekki öruggur svefnstaður.