Slysavarnir barna

    Slysavarnir barna

    Flest slys á börnum yngri en 5 ára verða inni á heimilinu. Öruggt umhverfi og eftirlit foreldra dregur mjög úr líkum á slysum fyrstu æviárin.

    Til þess að fyrirbyggja alvarleg slys þurfa foreldrar og aðrir sem sinna börnum að þekkja tengsl slysa við líkamlegan, andlegan og tilfinningalegan þroska barna á hverju aldurskeiði fyrir sig. Börn hafa ekki þroska til að meta og takast á við hættur í umhverfinu fyrr en við 10-12 ára aldur. Þá skiptir máli að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að umhverfi barna sé öruggt.

    Til að tryggja öryggi ungra barna á heimilinu er gott að styðjast við Slysavarnargátlista heimilisins.