Einstaklingsmiðuð áætlun felur í sér heildstæða áætlun fyrir skjólstæðing í heilsueflandi þjónustu. Hér eru dregnir fram verkþættirnir sem hafa þarf með við gerð áætlunarinnar. Einstaklingsmiðuð áætlun er síðan gerð í samvinnu við hvern og einn skjólstæðing og er sérstaklega sniðin að hans þörfum.