Efnaskiptaaðgerðir

 

Efnaskiptaaðgerðir hjá unglingum eru algengastar af tvennum toga. Annars vegar magaermi, hins vegar magahjáveita. Slíkar aðgerðir geta verið valkostur hjá unglingum. Til eru langtímarannsóknir sem sýna góðan árangur.

Rétt er að vísa í sænskar klínískar leiðbeiningar varðandi slíkar aðgerðir. Þar er miðað við að börn séu orðin 15 ára og BMI yfir 35. Séu með fylgisjúkdóma sem ekki þola bið og hafa ekki svarað annarri meðferð. Ákvörðun um slíkar aðgerðir hjá börnum ættu að liggja hjá teymi með reynslu í meðferð barna með offitu. Eins og skipulagið er í dag, í teymi Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins.