Bakgrunnur: Aldur barns, BMI og þær breytingar sem hafa orðið á þyngd.

Heilsufar: Samantekt á helstu heilsufarsvandamálum og greiningum. Samantekt á fylgisjúkdómum offitu. 

Lífstíll: Samantekt á lífstíl með áherslu á svefn, mataræði, hreyfingu og andlega heilsu. Tilgreina augljósar hindranir fyrir fjölskylduna í meðferðinni hingað til.

Fyrri meðferð: Útlista hvað hefur þegar verið reynt og hvaða árangur hefur náðst.

Meðferðarmarkmið: Skilgreina markmið fyrir lífsstílsmeðferð, svo sem að auka hreyfingu, bæta matarvenjur, bætt líðan eða stöðva þyngdaraukningu.