Í meðferð skal vanda umræðu um mataræði og stuðla að heilsusamlegu sambandi við mat og varast að ýta undir óheilbrigt samband við mat með boðum og bönnum.  

Hafið í huga aldur barns hvort mat og meðferð fer að mestu fram við foreldra eða barnið sjálft  

  • Upp að 5 ára aldri byggir upplýsingaöflun og næringarmeðferð eingöngu á samtali heilbrigðisstarfsmanns og Í foreldra 
  • 6-11 ára byggir upplýsingaöflun og næringarmeðferð á fjölskyldumeðferð og að mestu samtali heilbrigðisstarfsmanns og foreldra. Foreldrar miðla meðferð á heimilinu. 
  • 12-18 ára byggir upplýsingaöflun og næringarmeðferð á fjölskyldumeðferð en barnið getur tekið virkari þátt í næringarmeðferð 

Út frá mati á mataræði og vilja barns/foreldra geta áherslur verið: