Andleg líðan hefur sterk tengsl við offitu hjá börnum. Stress, kvíði og lágt sjálfsmat geta tengst röskuðum matarvenjum og aukinni kyrrsetu.
Styðjast má við núvitundaræfingar, hugræna atferlismeðferð og slökun til að hjálpa börnum og fjölskyldum að takast á við sálræn vandamál.
Samvinna við sálfræðinga er lykilatriði fyrir uppvinnslu og meðferð flóknari vandamála.
Mörg lyf sem notuð eru til að breyta hegðun og andlegri líðan geta haft áhrif á svengd og seddu (sem verkun eða aukaverkun). Lykilatriði er að meðferðaraðilar þeirra fylgist regulega með þyngd og hæð og bregðist við tímanlega ef breytingar verða.