Inngangur

Offita hjá börnum og unglingum er lýðheilsuvandi sem getur haft alvarlegar líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar. Algengi offitu hjá börnum hefur aukist á undanförnum áratugum m.a. vegna samfélagslegra breytinga, breytinga á lífsvenjum, matarvenjum og hreyfingu. Hægt er styðja við börn og fjölskyldur þeirra með því að bjóða þeim meðferð og ráðgjöf um heilsusamlegt mataræði, hreyfingu, hvíld og geðheilbrigði. 


 

 

 

 

Þessar leiðbeiningar veita vísindalega gagnreyndar ráðleggingar fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að meta, meðhöndla og hafa eftirlit með offitu hjá börnum og unglingum.

Þessar leiðbeiningar byggja á eftirfarandi klínískum leiðbeiningum um offitu hjá börnum:

  1. Samtök barnalækna í USA (American Academy of Pediatrics. AAP) .
  2. Írskar leiðbeiningar og flæðirit.
  3. Hollenskar leiðbeiningar og Richtlijn - NVK.
  4. Sænskar leiðbeiningar.

Ábendingar og athugasemdir við þessar leiðbeiningar má senda á throunarmidstod@heilsugaeslan.is