Inngangur

Offita hjá börnum og unglingum er alvarlegt lýðheilsuvandamál með líkamlegum, sálrænum og félagslegum afleiðingum. Algengi offitu hjá börnum hefur aukist verulega á undanförnum áratugum vegna breytinga á lífsstíl, matarvenjum og hreyfingu. Börn frá lágtekjuheimilum og börn með fjölskyldusögu um offitu eru í meiri hættu. Helstu orsakir offitu sem hægt er að hafa áhrif á eru óheilsusamlegt mataræði, hreyfingarleysi, ófullnægjandi svefn og aukinn skjátími.


 

 

 

 

Þessar leiðbeiningar veita vísindalega gagnreyndar ráðleggingar fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að meta, meðhöndla og hafa eftirlit með offitu hjá börnum og unglingum.

Þessar leiðbeiningar byggja á eftirfarandi klínískum leiðbeiningum um offitu hjá börnum:

  1. Samtök barnalækna í USA (American Academy of Pediatrics. AAP) .
  2. Írskar leiðbeiningar og flæðirit.
  3. Hollenskar leiðbeiningar.
  4. Sænskar leiðbeiningar.

Ábendingar og athugasemdir við þessar leiðbeiningar má senda á throunarmidstod@heilsugaeslan.is