Blóðprufur og skoðun

Hér eru sett fram viðmið fyrir blóðprufur, mælingar og skoðanir sem miða að því að tryggja að skjólstæðingar, með langvinnan heilsuvanda og eru í þjónustu í heilsugæslu á landsvísu, fái grunnheilbrigðisþjónustu óháð búsetu.

Viðmiðunum er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir þverfaglegan hóp heilbrigðisstarfsmanna sem eru að sinna þessum skjólstæðingum út frá Einstaklingsmiðaðri áætlun.

Frekari rannsóknir og meðferð er á ábyrgð læknis og taka mið af heilbrigðisástandi skjólstæðingsins.

Í greiningarferli og þegar greining liggur fyrir hefur verið tilgreindur „málastjóri“ (hjúkrunarfræðingur) sem er ábyrgur fyrir samhæfingu á Einstaklingsmiðaðri áætlun fyrir skjólstæðinginn.

Aðrar viðeigandi fagstéttir/heilbrigðisstarfsmenn eru látnar vita af skjólstæðingi og séð til þess að hann fái viðtöl hjá hjúkrunarfræðingi/málastjóra eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni eftir þörfum og aðstæðum á hverri stöð/stofnun.

Innleiðing á einstaklingsmiðaðri áætlun er gerð í samvinnu við skjólstæðing.

 

Rannsóknir og skoðun

Greining og fyrstu rannsóknir eru á ábyrgð viðkomandi læknis. Farið yfir Einstaklingsmiðaða áætlun með tilliti til meðferðarheldni lyfja, blóðprufugilda og skoðana. 

Blóðprufugildi eru endurskoðuð og gerðar viðeigandi breytingar ef þarf. Ef breytingar eru gerðar er skjólstæðingi boðin eftirfylgd; rafrænt, símleiðis eða með viðtali á stöð.