Áhrifaþættir heilsu - forvarnir

Aukið heilsulæsi eflt - skjólstæðingur tekur málin í eigin hendur

Rætt er við skjólstæðing um áhrifaþætti og hvað hægt sé að gera til að hafa áhrif á framvindu heilsuvandans og viðhalda lífsgæðum.

Vinna þarf markvisst með fræðslu um áhrifaþætti sem hafa áhrif á lífsgæði og framvindu sjúkdóma, til dæmis mataræði, hreyfingu, svefn, steitu, tóbak og áfengi.

Hjá flestum eru þetta þættir sem eru í nokkuð föstum skorðum. Því getur verið áskorun að breyta hegðun, sér í lagi ef það á að vera til frambúðar.

Til að takast á við ofangreint þarf að kalla fram styrkleika viðkomandi og aðstoða hann við að nýta sér þá.

 

Úrræði/verkfæri eru sett fram á eftirfarandi hátt fyrir hvern áhrifaþátt:

  1. Spurningar til að kanna áhugahvöt og trúna á eigin getu 
  2. Rafrænt mat og endurgjöf 
  3. Fræðsluefni fyrir skjólstæðing
  4. Stutt rafræn námskeið/fyrirlestrar, stuðningur fyrir skjólstæðinga sem eru að breyta hegðun sinni