Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu

Hlutverk


 

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, sem hóf störf haustið 2018, leiðir faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu.

 

Þróunarmiðstöð vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar.

 

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslunnar starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins