Lyf og lyfjarýni

Sjúkdómar, eða ástand, sem þarfnast lyfjameðferðar eru algengir og sífellt fjölgar þeim sem eru að greinast með fleiri en einn langvinnan sjúkdóm. Að meta gæði og öryggi lyfjameðferðar getur reynst vandasamt þegar fleiri en eitt lyf eru notuð samtímis og samræma þarf meðferð margra sjúkdóma, um leið og tekið er tillit til aldurstengdra líffræðilegra breytinga.

Fleira hefur áhrif á ákvörðun um lyfjameðferð, svo sem þekking og reynsla læknis, horfur, klínískar leiðbeiningar, samráð við aðra meðferðaraðila og viðhorf skjólstæðings.