Einstaklingsmiðuð áætlun

Einstaklingsmiðuð áætlun felur í sér heildstæða áætlun fyrir skjólstæðing sem er í þjónustu í heilsueflandi þjónustu. Hér eru dregnir fram þeir verkþættir sem hafa þarf með þegar slík áætlun er gerð. Einstaklingsmiðaða áætlunin er síðan gerð í samvinnu við skjólstæðinginn og er sérstaklega sniðin að þörfum hans.

  • Skjólstæðingar þurfa að hafa fengið greinagóðar upplýsingar um eigin heilsu og ástand og vera virkir þátttakendur í sinni meðferð/áætlun. Þannig geta þeir tekið upplýstar ákvarðanir í samráði við meðferðaraðila sína. 
  • Samkomulag og samþykki þarf að vera á milli skjólstæðings og þjónustunnar um innihald og framkvæmd einstaklingsmiðuðu áætlunarinnar. 
  • Tilgreina  þarf „málastjóra“ (HÖR hjúkrunarfræðing) sem er ábyrgur fyrir samhæfingu áætlunarinnar. 
  • Ákveða hvernig þáttum áætlunarinnar er skipt á milli heilbrigðisstarfsmanna sem taka þátt í þjónustunni við skjólstæðinginn.
  • Eftirfylgd er einstaklingsmiðuð og tekur mið af verkþáttum sem koma fram í einstaklingsmiðuðu áætluninni.
  • Áætlunin er endurskoðuð eftir þörfum með tilliti til verkþátta og gerðar eru viðeigandi breytingar í samráði við skjólstæðinginn og aðstandendur hans eftir atvikum.
  • Taka þarf tillit til hvers konar fötlunar og/eða hindrana, þar með talið sjónskerðingar, þegar skipulögð er áætlun og umönnun fólks með færniskerðingu.