Fræðsla

Fræðsluefni heilsuverndar skólabarna

Aðgangur að fræðsluefni heilsuverndar skólabarna er háður aðgangsorði. 

Til að fá aðgang að fræðsluefninu vinsamlegast hafið samband við fagstjóra heilsuverndar skólabarna asa.sjofn.lorensdottir@heilsugaeslan.is

Að auka þekkingu og færni nemenda á heilbrigðu líferni

Heilsuvernd skólabarna skal með skipulagðri fræðslu og heilsueflingu stefna að því að:

  • nemendur hafi góða sjálfsmynd
  • líði vel í skólanum
  • borði morgunmat
  • taki lýsi eða d- vítamín
  • hreyfi sig reglulega
  • séu félagslega virkir
  • nemendur bursti tennur sínar tvisvar á dag
  • fái 9-11 tíma svefn

Að jafnaði skal stefnt að því að:

  • 80% nemenda fái fræðslu samkvæmt skipulagi
  • 95% nemenda í 1., 4., 7. og 9. bekk fái áhugahvetjandi samtal um heilsu og líðan
  • 80-100% nemenda í hverjum bekk nái markmiðum samkvæmt töflu hér fyrir neðan og miðað er við að fjöldi barna í bekk sé um og yfir tuttugu.

Heilbrigðisstarfsmaður viðkomandi skóla getur fengið árangursmat úr Ískrá eftir bekkjum og árgöngum og brugðist við með frekari aðgerðum ef þörf er á.

Árangursviðmiðin eru sett fram þar sem tölurnar tákna hlutfall barna sem nær eftirfarandi viðmiðum. Ef hlutfallinu í græna dálknum er náð, er árangur mjög góður, ef hlutfallinu í gula dálkinum er náð þarf hvatningu og ef hlutfallinu í rauða dálkinum er náð þarf verulega hvatningu.


Árangursviðmið heilbrigðisfræðslu í 1., 4. og 7. og 9. bekk

A Hópfræðsla samkvæmt skipulagi: 

Hugmyndafræði:

  • Skýrar áherslur og markmið, inngrip í kennslu skulu að jafnaði vera  stutt eða um 20-30 mínútur í senn og hafa skýr markmið.
  • Styrkjandi leiðbeiningar, leiðbeina skal nemendum um æskilega hegðun sem styrkir heilsu þeirra en forðast hræðsluáróður.
  • Lært í gegnum athöfn, leiðbeiningar skulu að hluta til vera verkefnavinna sem eflir færni nemenda í að tileinka sér heilbrigða lífshætti.
  • Foreldrar virkjaðir, í kjölfar fræðslu skal senda fréttabréf heim til foreldra til að stuðla að þátttöku þeirra í heilsueflingu barnanna. 
  • Áhersla skal lögð á að byggja upp færni barnanna í:
    • Ákvarðanatöku
    • Eflingu sjálfsmyndar
    • Markmiðasetningu
    • Streitustjórnun
    • Árangursríkum samskiptum

Yfirlit yfir fræðslu og skimanir í árgöngum

 

B Veita nemendum áhugahvetjandi samtal um heilsu og líðan samkvæmt skipulagi:

Samskipti í skólasamfélaginu 
Veita nemendum hálf staðlað áhugahvetjandi samtal um heilsu og líðan í 1., 4., 7. og 9. bekk samkvæmt eftirfarandi hugmyndafræði

Hugmyndafræði:

Áhugahvetjandi samtal er aðferð sem virkjar vilja nemenda og gerir þeim auðveldara að taka uppbyggilegar ákvarðanir um breytingar á lifnaðarháttum.
Samtalið getur nýst til að aðstoða nemendur við breytingar á lifnaðarháttum.
Aðferðin byggist á skilningi hjúkrunarfræðingsins á ferli samtalsins og vilja nemenda til samvinnu.
Hjúkrunarfræðingur leitar markvisst eftir og laðar fram hugsanir og tillögur nemandans sjálfs um hegðun og hugsanlega breytingu á henni.
Hjúkrunarfræðingur virðir sjálfstæði nemandans, rétt hans og getu til að taka eigin ákvarðanir. 

Sérstaka athygli skal veita þeim börnum sem hafa flutt milli skóla, eru með langvinnan heilsuvanda svo sem offitu eða geðræna erfiðleika eða hafa komið við sögu á nemendaverndarráðsfundum. Mikilvægt er að greina aðlögunarhæfni og líðan þessara barna og stuðla að því að komið sé til móts við þarfir þeirra.



6H heilsunnar