Sérnám í heilsugæsluhjúkrun

Kennslustjóri sérnáms í heilsugæsluhjúkrun er 
Eygló Björg Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur hjá ÞÍH

 

 

Umsjónarkennari sérnámsins við HA er
Sigríður Sía Jónsdóttir, dósent

Námið er nýtt meistaranám í heilsugæsluhjúkrun. Áhersla er á klínískt nám og skiptist það í tvær námslínur:

  • Heilsugæslu fullorðinna
  • Heilsuvernd bara og unglinga

Námið er samvinnuverkefni HA, HÍ, Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) og heilbrigðisstofnana landsins sem sinna heilsugæslu.

Námið veitir prófgráðuna meistarapróf í hjúkrun innan heilsugæslu fullorðinna eða meistarapróf í hjúkrun innan heilsuverndar barna og ungmenna. Prófgráðan er veitt sameiginlega frá HA og HÍ og meistaraprófið veitir möguleika á doktorsnámi.

Hér er í boði nýtt nám, þróað sameiginlega af HA, HÍ, ÞÍH og heilbrigðisstofnunum landsins. Nemendur þurfa að hafa verið ráðnir í sérnámsstöðu innan heilbrigðisstofnunar. Námið svarar vaxandi þörf fyrir sérhæfða hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Áherslur er lögð á að efla klíníska færni og að efla hjúkrunarfræðinga sem sjálfstæða meðferðaraðila. Sérstök stjórn er yfir náminu sem hefur fyrst og fremst það verkefni að styðja við hjúkrunfræðingana sem sækja námið.

Sjá nánar á unak.is