PEDS - Mat foreldra á þroska barna
(Parents' Evaluation of Developmental Status)

Áhyggjur foreldra af málþroska, heyrn, fínhreyfingum, hegðun (m.a. athygli) og almennri þroskaframvindu eru þættir sem spá fyrir um raunveruleg vandamál barna. PEDS Mat foreldra á þroska barna (Parents´ Evaluation of Developmental Status) er spurningalisti sem fær foreldra til að lýsa yfir áhyggjum sínum eða áhyggjuleysi varðandi þroska, heilsu eða hegðun barna sinna.

Við fyrirlögn PEDS svara foreldrar tíu spurningum um þroska og hegðun barna sinna og tekur um fimm mínútur að svara listanum. Á grundvelli svara foreldranna tekur það fagmann aðeins að jafnaði um tvær mínútur að færa stigin inn á stigablaðið, nota PEDS túlkunarblaðið til að lesa úr niðurstöðum og ákvarða næstu skref.

Hægt er að nota PEDS við reglubundið eftirlit frá fæðingu og þar til barnið verður 8 ára. Hins vegar er talið æskilegra að hefja notkun þess við 4-6 mánaða aldur. Hér er lagt til að það verði alltaf notað við skoðun 12 mánaða, 18 mánaða, 2½ árs og 4 ára barna, en ekkert hindrar þó notkun þess á öðrum aldri barnsins, ef ástæða þykir til.

Markmið höfundar var að hanna mælitæki sem er auðvelt í notkun, tekur stuttan tíma og spáir fyrir um vanda barna. Notkun þess stuðlar að samvinnu fagfólks og foreldra til að styðja barnið eftir þörfum þess.

PEDS samanstendur af þremur blöðum:

Áhyggjuefni metin á PEDS

  • Almennt/vitsmunir
  • Tjáning og hljóðmyndun
  • Málskilningur
  • Fínhreyfingar
  • Grófhreyfingar
  • Hegðun
  • Félags- tilfinningalegt
  • Sjálfsbjörg
  • Skólafærni/forskólafærni
  • Annað

 

Leiðbeiningar um framkvæmd og stigagjöf ásamt skýrum leiðbeiningum um túlkun niðurstaðna fylgja PEDS spurningalistanum. Einnig fylgir leiðbeiningahandbók á ensku sem tilgreinir allar rannsóknir sem prófið byggir á, auk margra annarra  mikilvægra upplýsinga.

PEDS er til á nokkrum tungumálum, m.a. ensku, spænsku, tælensku, indónesísku, frönsku, swahili, kínversku, rússnesku og víetnömsku.