Skráning heimilistannlæknis tryggir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í tannlæknakostnaði

Verkþættir í ungbarnavernd

A: Auka þekkingu og færni foreldra í tannhirðu barna

  • skán á framtönnum – mælikvarði á tannhirðu skrá frá 10 mánaða aldri
  • tannskemmdir – mælikvarði á tannheilsu skrá frá 18 mánaða aldri

B: Vöktun á skráningu barna hjá  heimilistannlækni ásamt upplýsingagjöf til foreldra um gjaldfrjálsar tannlækningar barna

C: Munnskoðun og tilvísun til tannlæknis

Hafa í huga

Leggja þarf áherslu á tannvernd hjá börnum með erlendan uppruna.

Árangursviðmið í ung- og smábarnavernd

a) >90% 2½ árs barna tannburstuð að lágmarki tvisvar á dag 

b) >90% 4 ára barna með skráðan heimilistannlækni

Tengt efni

Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu vegna tannlækninga barna að 18 ára aldri. Skilyrði fyrir greiðsluþátttöku er að börn séu skráð hjá heimilistannlækni.

  • Foreldrar/forráðamenn geta skráð börn hjá heimilistannlækni í gegnum Réttindagátt Sjúkratrygginga - mínar síður eða hjá tannlækninum þegar mætt er í bókaðan tíma
  • Hvetjið foreldra/forráðamenn til að panta tíma í fyrstu tannskoðun þegar barnið er tveggja ára.

Sjá nánar á vef Sjúkratrygginga Íslands https://island.is/tannlaekningar