Skráning heimilistannlæknis tryggir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í tannlæknakostnaði

Verkþættir í ungbarnavernd

A: Auka þekkingu og færni foreldra í tannhirðu barna

  • skán á framtönnum – mælikvarði á tannhirðu skrá frá 10 mánaða aldri
  • tannskemmdir – mælikvarði á tannheilsu skrá frá 18 mánaða aldri

B: Vöktun á skráningu barna hjá  heimilistannlækni ásamt upplýsingagjöf til foreldra um gjaldfrjálsar tannlækningar barna

C: Munnskoðun og tilvísun til tannlæknis

Hafa í huga

Leggja þarf áherslu á tannvernd hjá börnum með erlendan uppruna.

Árangursviðmið í ung- og smábarnavernd

a) >90% 2½ árs barna tannburstuð að lágmarki tvisvar á dag 

b) >90% 4 ára barna með skráðan heimilistannlækni

Tengt efni

Kostnaður vegna tannlækninga barna, sem skráð eru með heimilistannlækni, er greiddur að fullur af SÍ að frátöldu 2500kr. komugjaldi sem greitt er einu sinni á 12 mánaða fresti

  • foreldrar/forráðamenn bera ábyrgð á tímapöntun hjá tannlækni og skráningu í gegnum vefgátt SÍ
  • hvetjið foreldra/forráðamenn til að panta tíma í fyrstu tannskoðun þegar barnið er tveggja ára
  • tannlæknir getur klárað skráninguna þegar mætt er í bókaðan tíma