Árangursviðmið í skólaheilsugæslu:
a) 90% bursti tennur að lágmarki 2x á dag
b) 90% drekki gos/orkudrykki sjaldnar en 3x í viku
c) ≥ 99% hafi skráðan heimilistannlækni
Vísbendingar um betri tannheilsu skólabarna
Í einstaklingsviðtölum um heilsu og líðan í 1., 4., 7. og 9. bekk skal ræða um tannheilsuna, greina tækifæri til að bæta tannheilsuna og/eða styrkja góðar tannheilsuvenjur auk þjálfunar í tannburstun og hreinsun milli tanna með tannþræði.
A: Auka þekkingu og færni nemenda á góðri tannhirðu
B: Auka þekkingu á orsökum og afleiðingu glerungseyðingar og hvetja börn til að velja vatn til drykkjar
C: Vöktun á skráningu barna hjá heimilistannlækni
Árangursviðmið í skólaheilsugæslu:
a) 90% bursti tennur að lágmarki 2x á dag
b) 90% drekki gos/orkudrykki sjaldnar en 3x í viku
c) ≥ 99% hafi skráðan heimilistannlækni
Ef grunnskólabarn er með tannpínu eða lendir í slysi og brýtur eða missir tönn skal í samvinnu við foreldri/forráðamann tryggja barni tíma hjá tannlækni án tafar.
Ávallt skal skrá samskipti í þessum tilvikum.
Slysaskráning er á ábyrgð skólastjórnenda og áverkavottorð er fyllt út af tannlækni og sent Sjúkratryggingum Íslands.
Skipulag eftir bekkjum:
Tannvernd:
Fylgja skal skipulagi og markmiðum 6H fræðslunnar um tannvernd.
Í einstaklingsviðtölum um heilsu og líðan í 1., 4., 7. og 9. bekk skal ræða um tannheilsuna, greina tækifæri til að bæta tannheilsuna og/eða styrkja góðar tannheilsuvenjur auk þjálfunar í tannburstun og hreinsun milli tanna með tannþræði
Í einstaklingsviðtölum í 4., 7. og 9. bekk skal ræða um áhrif gos- og orkudrykkja
Hvetja skal börn til að velja vatn umfram aðra drykki
Forsenda greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna tannlækninga barna er að þau hafi skráðan heimilistannlækni. Ef foreldrar hafa ekki skráð heimilistannlækni er það hlutverk skólahjúkrunarfræðinga að hvetja þá til að panta tíma fyrir börnin hjá tannlækni.
Einn af verkþáttum í heilsuvernd skólabarna er að vakta skráningu á heimilistannlæknum en þær upplýsingar birtast uppfærðar í Ískrá. Þar má einnig nálgast lista yfir börn „Án heimilistannlæknis“.
Ef grunnskólabarn er með tannpínu eða lendir í slysi og brýtur eða missir tönn skal í samvinnu við foreldri/forráðamann tryggja barni tíma hjá tannlækni án tafar. Ávallt skal skrá samskipti í þessum tilvikum. Slysaskráning er á ábyrgð skólastjórnenda og áverkavottorð er fyllt út af tannlækni og sent Sjúkratryggingum Íslands.
Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu vegna tannlækninga barna að 18 ára aldri. Skilyrði fyrir greiðsluþátttöku er að börn séu skráð hjá heimilistannlækni.
Foreldrar/forráðamenn geta skráð börn hjá heimilistannlækni í gegnum Réttindagátt Sjúkratrygginga -mínar síður eða hjá tannlækninum þegar mætt er í bókaðan tíma.
Sjá nánar á vef Sjúkratrygginga Íslands https://island.is/tannlaekningar
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira