Bakteríur sem valda tannskemmdum geta smitast frá móður til barns. Því er nauðsynlegt að huga vel að munnhirðu, bursta tennurnar með flúortannkremi að lágmarki tvisvar á dag, tyggja xylitol-tyggjó nokkrum sinnum á dag og nota tannþráð daglega. Flúorskolun veitir meiri vörn gegn tannskemmdum og klórhexidín minnkar bólgur í tannholdi.
Góð tannheilsa er mikilvæg á meðgöngu
Góð tannheilsa er mikilvæg á meðgöngu

Hafa í huga
Mælt er með eftirliti hjá tannlækni ef meira en sex mánuðir eru liðnir frá síðustu skoðun. Ekkert mælir gegn meðferð hjá tannlækni sem felur í sér röntgenmyndatöku, staðdeyfingu, tannviðgerðir eða tannholdshreinsun á meðgöngu.
Tengt efni
Uppköst geta orsakað glerungseyðingu. Skolið munninn með vatni eða blöndu af 1tsk matarsóda í glas af vatni strax eftir uppköst. Einnig má skola með munnskoli án alkóhóls sem inniheldur flúor. Mælt er með því að bíða í a.m.k. 30 mínútur með að bursta tennurnar eftir uppköst.
Vegna ójafnvægis í hormónaframleiðslu og ónæmissvörun líkamans eru bólgur í tannholdi algengar á meðgöngu. Ef blæðir úr tannholdinu eru það fyrstu merki um að tannholdsbólga sé til staðar. Tannkrem og munnskol sem innihalda klórhexidín veita virka vörn gegn tannholdsbólgum. Tannhirða er því mikilvæg og mælt með því að bursta tennur mjög vel við tannholdsbrún með mjúkum tannbursta og nota tannþráð daglega.
Matarvenjur geta breyst á meðgöngu og aukin neysla sætinda eykur hættu á tannskemmdum. Tannkrem og munnskol sem innihalda flúor veita virka vörn gegn tannskemmdum. Tannhirða er því mikilvæg og mælt með því að bursta tennur með flúortannkremi að lágmarki tvisvar sinnum á dag, nota tannþráð daglega og skola með flúormunnskoli áður en farið er að sofa.