Fyrsta koma í meðgönguvernd

Mælt er með að fyrsta koma sé fyrir 12 vikna meðgöngu.
 
Í fyrstu skoðun ætti að:

 • Afla upplýsinga um heilsufar, fjölskyldusögu, fyrri fæðingar, áfallasögu, ofbeldi og lifnaðarhætti
 • Gera áætlun um meðgönduverndina í mæðraskrá
 • Mæla blóðþrýsting og athuga eggjahvítu í þvagi
 • Mæla hæð og þyngd og reikna út líkamsþyngdarstuðul
 • Veita upplýsingar og gefa tækifæri til umræðna og spurninga t.d. um mataræði, lifnaðarhætti, tóbaksnotkun, áfengi og önnur vímuefni
 • Veita upplýsingar um þá þjónustu sem veitt er á meðgöngu, hvaða fagaðilar veita þjónustuna
 • Veita upplýsingar um skimanir og bólusetningar
 • Bjóða blóðflokkun og skimun fyrir rauðkornamótefnum
 • Bjóða skimun fyrir blóðleysi, lifrarbólgu B, lifrarbólgu C, HIV, rauðum hundum og sárasótt
 • Bjóða skimun fyrir einkennalausri þvagfærasýkingu
 • Bjóða upplýsingar um 11-14 vikna og 20 vikna ómskoðanir og skimun fyrir litningafrávikum og sköpulagsgöllum
 • Bjóða skimun fyrir meðgöngusykursýki fyrir áhættuhópa
 • Bjóða skimun fyrir skjaldkirtilssjúkdómum fyrir áhættuhópa

Fróðleiksmolar sem gagnlegt er að skoða:

 • Acetylsalicylsýra - Hjartamagnýl í fyrirbyggjandi skyni á meðgöngu
 • Blæðing á fyrsta þriðjungi meðgöngu
 • COVID-19 meðganga, brjóstagjöf og bólusetning
 • Fæðing eftir keisaraskurð
 • Greiningarkóðar fyrir sjúkdóma á meðgöngu og eftir fæðingu
 • Inflúensubólusetning
 • Keilsuskurður-áhrif á meðgöngu
 • Lyf á meðgöngu
 • Ómskoðanir og dopplernotkun á meðgöngu
 • Réttur erlendra kvenna
 • Skimun fyrir leghálskrabbameini
 • Skimun fyrir sýkingum á meðgöngu
 • Svæfingalæknir - ráðgjöf á meðgöngu
 • Vaxtarskerðing
 • Vítamín á meðgöngu

Að upplýsingasöfnun lokinni, mati á áhættuþáttum, heilsu og líðan konunnar er gerð áætlun um mæðravernd.

Leggja skal áherslu á mikilvægi þess fyrir allar konur að huga að eigin heilsu á meðgöngu:

Velkomin í mæðravernd:

Hvert skal leita ef upp koma vandamál á meðgöngu?:

Matur og meðganga: