Strama - Skynsamleg ávísun sýklalyfja

 

Þróun ónæmis fyrir sýklalyfjum er alvarleg hótun við nútíma læknisfræði og heilbrigðisþjónustuna í heild. Lengi hefur verið þekkt samband milli mikillar notkunar á sýklalyfjum og notkunar breiðvirkra sýklalyfja og ónæmisþróunar fyrir lyfjunum. Íslendingar nota mest Norðurlandabúa af sýklalyfjum. Langstærsti hluti sýklalyfjaávísana er frá læknum utan sjúkrahúsa. Stór hluti þessara lyfjaávísana er við sjúkdómum sem hafa góðar horfur, sem jafnvel  hafa mikla tilhneigingu til að lagast án meðferðar og hafa mjög sjaldan alvarlega fylgikvilla. Sennilega er mikilvægasta vopnið í baráttunni við þróun sýklalyfjaónæmis skynsamleg, aðhaldssöm ávísun sýklalyfja, sérstaklega breiðvirkra sýklalyfja utan sjúkrahúsa. Í því skyni að stuðla að skynsamlegri ávísun sýklalyfja var STRAMA verkefninu hleypt af stokkunum árið 2016, fyrst í samvinnu HH, Sóttvarnalæknis og Sýklafræðideildar LSH, með sænska STRAMA verkefnið sem fyrirmynd (strama.se) 

 

 • Þýðing á staðfærsla á bæklingnum: Ráðleggingar um meðferð algengra sýkinga utan spítala í samvinnu við HH, Sóttvarnalækni og Sýklafræðideildar LSH 2016-17
 • Kynning á bæklingnum og verkefninu á öllum heilsugæslustöðvum HH vorið 2017
 • Markmið sett í lok árs 2017 og aftur 2018 í samráði við yfirlækna HH um breytingar á sýklalyfjaávísunum innan HH annars vegar um fækkun ávísana á azitrómýcin og amoksíklav um 10% á ári og fækkun ávísana til barna 0-4 ára um 10%
 • Vöktun á ávísunum á sýklalyf innan HH
 • Kynning á verkefninu fyrir barnalækna árið 2017
 • Ráðgefandi „STRAMA-hópur“ stofnaður í janúar 2019
 • Gagnasýn í Sögu sem gerir hverjum lækni auðvelt að fylgjast með sínum ávísunum á sýklalyf í samanburði við aðra lækna á heilsugæslustöðinni og heilbrigðisstofnuninni varð að veruleika haustið 2019

Umtalsverður árangur hefur náðst í fækkun ávísana á tiltekin breiðvirk sýklalyf hjá læknum HH frá árinu 2016. 

 • Kynning á Stramaverkefninu utan HH hófst haustið 2019 með fundum með hverri og einni heilsugæslustöð, oftast í fjarfundum. Ráðgert var að ljúka innleiðingu í maí 2020 en vegna Covid-19 faraldurs reyndist ekki unnt að ljúka innleiðingu á landsvísu. Ráðgert er að ljúka innleiðingunni haustið 2020.
 • Verkefnið er hugsað til langs tíma og að lokinni kynningu í allri heilsugæslunni sem er fyrsti áfangi þess, verður þróað verklag með það að markmiði að gæðaþróun á þessu sviði geti þróast á komandi árum með þau skýru markmið að stuðla að skynsamlegri ávísun sýklalyfja

  Jón Steinar Jónsson yfirlæknir
  Kristján Linnet lyfjafræðingur
  Anna Bryndís Blöndal lyfjafræðingur