Heilbrigði tanna skiptir miklu máli fyrir almenna heilsu og vellíðan fólks og fleiri halda eigin tönnum lengur. Með hækkandi lífaldri fækkar tönnunum en ákveðinn lágmarksfjöldi eigin tanna í hvorum gómi, sem miðast við 10 tennur, tryggir alla jafna viðunandi tyggingafærni og tjáningu.
Tæplega 50% Íslendinga á aldrinum 65-79 eru í dag með 10 eða fleiri tennur í hvorum gómi samanborið við tæplega 20% árið 2000.