Fimm mánaða skoðun

 Markmið: 

Greina frávik í heilsu og þroska barns við 5 mánaða aldur og veita foreldrum fræðslu og stuðning.

 

Fyrirkomulag:

Hjúkrunarfræðingur. Áætlaður tími í skoðun er 20 mínútur. 

 

Verkþættir:

    A. Upplýsingasöfnun, fræðsla og ráðgjöf

    B. Þroskamat

    C. Líkamsskoðun

    D. Bólusetning

    E. Eftirfylgd kvenna með vanlíðan eftir fæðingu

    F. Skráning

Hafa í huga

Byrja á að spyrja foreldra hvort það sé eitthvað sérstakt sem þeir vilja spyrja um í dag og hvort þeir hafi einhverjar áhyggjur af barni sínu.

Skoðið sjúkraskrá barns og athugið hvort athugasemdir hafi verið gerðar sem þurfi að skoða betur.

Verið vakandi fyrir andlegri líðan foreldra, ástandi barns og aðstæðum. Hafið í huga vanrækslu og ofbeldi.

Fræðsla

Meta þarf út frá aðstæðum hverju sinni hvaða stuðning og fræðslu foreldrar þurfa á að halda.

 

Áhersla er lögð á:

  • Stuðning við brjóstagjöf/næringu
  • D-vítamíndropa (10µg/dag)
  • Þroska og örvun barns
  • Uppeldi, hegðun og aga barns
  • Svefn barns
  • Tannhirðu barns
  • Slysavarnir

Athugið hvort athugasemd hefur verið gerð um þroska barns sem þarf að fylgja eftir. Endurtakið atriði úr fyrra þroskamati sem voru óeðlileg og metið útkomu.

Hægt er að leggja PEDS fyrir foreldra ef þeir hafa áhyggjur af barni sínu. Skoðið útkomu. Veitið ráðleggingar og bendið á úrræði m.t.t. niðurstaðna.

Mæla þyngd, lengd og höfuðummál.

Almenn skoðun – sjá leiðbeiningar um líkamsskoðun barna.

Athugið tonus með því að rétta úr í olnbogum, mjöðmum, hnjám og fótliðum. Veruleg hypo- eða hypertoni? Greinilegur munur hægra og vinstra megin? Samhæfð hreyfing útlima?

Ef annar eða báðir hnefar eru stöðugt krepptir þarf að athuga það nánar.

Er fyrsta tönnin komin?

Fylgja þarf eftir konum sem skimast með vanlíðan á meðgöngu og eftir fæðingu skv. flæðiriti

Vinnulag við skimun og meðferð þunglyndis og kvíða í ung- og smábarnavernd

Hér má finna EPDS og GAD-7 á ýmsum tungumálum