Bráð berkjubólga og lungnabólga

Almennar ráðleggingar

  • Bjóðið alltaf reykingamönnum með öndunarfærasýkingu meðferð til að hætta að reykja.

 

  • Við hósta >4–6 vikur, íhugið þá öndunarmælingu (spírómetríu) og lungnamynd.

Fullorðnir

Hafa ber í huga algenga, langvinna lungnasjúkdóma, t.d. langvinna lungnateppu og astma sem eru gjarna vangreindir og þar með vanmeðhöndlaðir.

Rannsóknir benda til að hluti þeirra sem taldir eru hafa bráða berkjubólgu greinist síðar með langvinnan lungnasjúkdóm.

Hluti sjúklinga ≥35 ára með öndunarfæraeinkenni og reykingasögu greinast með langvinna lungnateppu þegar þeim er fylgt eftir með öndunarmælingu.

Bráð berkjubólga er langoftast af völdum veira en hafa þarf atýpískar bakteríur í huga eins og mýkóplasma. CRP mæling kemur til greina vakni grunur um bakteríusýkingu.

Rannsóknir hafa ekki sýnt að sýklalyf við bráðri berkjubólgu geri meira gagn en lyfleysa. 

 

Börn