Ástþóra Kristinsdóttir, sérfræðiljósmóðir og hjúkrunarfræðingur

Námskeið fyrir barnshafandi konur með andlega vanlíðan

Ástþóra Kristinsdóttir, sérfræðiljósmóðir og hjúkrunarfræðingur skipuleggur og heldur utan um námskeið fyrir barnshafandi konur með andlega vanlíðan. 

Námskeiðin eru haldin á veturna, ásamt sálfræðingi. Hvert námskeið inniheldur 6 tíma, 2 klst í senn. 

Námskeiðin eru fyrir hópa þar sem farið er yfir HAM, hvað konurnar geta gert til að þeim líði betur og þeim er hjálpað og gefin ýmis verkfæri sem þær geta nýtt sér í framhaldinu til að vinna á sinni andlegu vanlíðan. 

Ljósmæður og læknar geta vísað konum á þessi námskeið. 

Ástþóra heldur utan um eftirfylgni og tölur um hvernig námskeiðin reynast konum.

Námskeiðshald fyrir fagfólk um barnshafandi konur og andlega vanlíðan á meðgöngu

Ástþóra heldur einnig utan um þessi námskeið en haldin hafa verið dagsnámskeið fyrir fagfólk sem vinnur með barnshafandi konur. Skipulag á skimun fyrir andlegri vanlíðan á meðgöngu og verklag gert um hvernig skuli unnið með það ásamt fleirum.


Skipulag og námskeiðshald um heimilisofbeldi fyrir fagfólk

Ástþóra heldur utan um námskeið sem haldin eru regluleg fyrir fagfólk á heilsugæslum og spítölum í samvinnu við ljósmóður á LSH. Hún starfar sem faglegur ráðgjafi fyrir fagfólk sem er með fólk í þessum aðstæðum.

Ástþóra tekur þátt í vinnu að gerð verklagsregla um heimilisofbeldi. Einnig hefur hún unnið í nefndum ýmis konar sem fjalla um heimilisofbeldi á einhvern hátt. Samstarf HH og Reykjavíkurborgar, lögreglu, félagsþjónustu, Kvennaathvarfs og barnaverndar um verkefnið Saman gegn ofbeldi. Að sama skapi hefur hún unnið í ýmsum hópum tengdum ofbeldi, mansali og fleira. 

Fyrirlestrar fyrir fagfólk HH og á heilsugæslum á landsvísu

Heilbrigðisþarfir, áskoranir og áhættur meðal umsækjanda um alþjóðlega vernd. Ástþóra fer á allar heilsugæslustöðvar höfuðborgarinnar með þennan fyrirlestur og hvetur alla að láta vita hvenær hentar að hún komi. Hún er að fara með þennan fyrirlestur út á land líka. Fyrirlestrarnir eru fyrir allt fagfólk sem vinnur með flóttamenn. 

 

Ástþóra vinnur í ýmsum starfshópum með Landlæknisembættinu meðal annars, hún vinnur í ýmsum nefndum eins og nefnd um mótun stefnu í forvarnar- og fræðslumálum á vegum Forsætisráðuneytisins um kynferðislega áreitni barna og ungmenna. Hún starfar sem aðjúnkt við HÍ og tekur að sér kennslu ljósmæðranema og hjúkrunarnema í sérfræðinámi HH. Þar fyrir utan starfar hún einnig sem ljósmóðir í meðgönguvernd í Glæsibæ.

Ástþóra leggur mikla áherslu á að námskeiðin sem hún heldur eru öllum opin og hún er alveg til í að koma út á land sé þess óskað.

Hægt er að hafa beint samband við Ástþóru hér